Annan eins kulda hef ég aldrei fundið!
Það er sjúklega kalt hér í Kongens Lyngby í Kaupmannahöfn, það er alveg sama hvernig maður klæðir sig hérna, það hefur ekkert að segja, kuldinn smýgur inn í bein og sest að þar. Næs.
Hún Ásta systir hanns Guðna er komin í heimsókn framm yfir áramót, það er gaman.
Já, svo var ég að fá vinnu á öðru elliheimili hérna í hverfinu og það eru svaka fríðindi fyrir starfsfólkið þar, sem ég vissi ekki að vinnustaðir hefðu, það er yndislegt :)
Annars þá er jólastemningin að setjast að, við kíktum í TIVOLI í gær eftir að hafa keypt jólaskraut í IKEA OG JYSK. Svo náðum við í stóra tösku með pökkum frá fjölskildunni á klakanum, úje.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home