Er komin aftur ;)
Ja nú er komið nýtt ár og til hamingju með það!
Ég er nú búsett á Nørrebro í Köben og er búin að búa hér í hálft ár með Guðna Stefáni að sjálfsögðu. Já og við eigum von á barni 28. júní 2008 jey! Loksins kom að því að við fengjum að vera með í að skapa einstakling og guð hvað ég hlakka til!
Er að vinna í glingur búð á Købmagergade í miðbænum og hef það yndislega gott. Er orðin svo hláturmild að það er alveg að verða of mikið fyrir suma en ég held það smiti út frá sér þannig að allir eru bara hressir sem ég hitti:D
Jah, nú er ég sem sagt komin 16 vikur + 2 daga og heyrði hlartslátt fyrir 3 dögum, sem var alhjörlega krúttlegt. Er orðin 64 kíló var 60 í byrjun. Það er allt eðlilegt sem er búið að testa ;) Allt er eins og það á að vera ég og barnið og Guðni líka haha.
Hann er alveg að springa af tilhlökkun eins og verðandi feðrum einum er lagið og hann stjanar við mig og er yndislegur!
Friður veri með ykkur þangað til næst!
;þ
2 Comments:
Hæ hæ
Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga aftur. Langaði bara að óska þér/ykkur til hamingju með bumbubúann :) Leyfðu okkur endilega að fylgjast með hvernig meðgangan gengur, vera dúleg að blogga :)
bumbukveðja
Eva (Lísuvinkona)
Frábææært - fleiri bumbós og gaman að allt gengur svona yndislega vel.
Skrifa ummæli
<< Home