21. vika


Jæja, er loksins að verða frísk aftur. Það hefur verið ansi erfitt að vera svona lasin í rúma viku, með hálsbólgu og hita og allt sem fylgir flensu.
En er semsagt komin 21 viku og life and kikking heheh. Fór í sónar um daginn og allt er perfekt og líklegast stelpa, jeyj!
Við köllum hana Villimey á meðan hún er í maganum af því að hún getur ekki verið kyrr, haha..... alveg eins og foreldrarnir ;)
Við táruðumst og kreistum á hvor öðru hendurnar á meðan við störðum á skjáinn og sáum litlar fætur og hendur og hjarta og þessi litla manneskja bara var á iði... algjör dúlla! Já við sem sagt bráðnuðum, vægt til orða tekið.
Peace