Erna í Esbjerg

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Svona er mamman komin 29 vikur + 4 daga



Við erum nokkuð hressar bara. Ég er hætt að vinna og fer í nudd einu sinni í viku, sem er algjört æði. Svo erum við bara farin að hlakka til að flytja til Esbjerg 1. júní. Svo erum við svo heppin að fá Maríu systir Guðna Stefáns, í heimsókn 17. maí. Hún ætlar að leggja til hjálpar hönd, þar sem ég geri lítið annað en að skipa fyrir, heheh.

3D sónar myndir af litlunni.




Já hér er hún sem við hlökkum svo til að halda á og elska. Aldrey hefði ég trúað að tækninni hafi farið svona framm, við göptum bókstaflega á skjáinn og áttum ekki orð.