Erna í Esbjerg

föstudagur, september 19, 2008

Uppdate

Hjúkkan kom og vigtaði Sól og hún ver 5850 grömm, sem er perfekt fyrir tveggja mánaða gamla stúlku.

Verð að segja að það er ekki eins spenandi að eiða tíma sínum í að blogga eftir að gullið mitt kom í heiminn. So there you have it.

Later ;)
Erna

miðvikudagur, september 17, 2008

Þá er smá tími til að blogga





Nú er Sólin mín rúmlega 8 vikna og algjört æði!
Hún sefur 8-11 tíma á nóttu og er afskaplega skapgóð, sem er bara indislegt!
Hjúkkan sem kemur og vigtar hana og svoleiðis, kemur á morgun, þannig að þá kemur meira infó.

Peace, love & happyness
Erna

sunnudagur, ágúst 10, 2008

Sól þriggja vikna í dag




Já svona er hún á þessum fína degi, algjör rúsína.
Verð að gefa að drekka núna svo ég bæti við á eftir;)

Kveðja
Erna

fimmtudagur, júlí 31, 2008



Hér er smá attitude, sjáiði hvað ég er stór, heh!
Ég byrjaði að brosa við spjalli, fór í fyrstu strætó ferðina til læknis og hann potaði í augun á mér, 8 daga gömul. Fór í heyrnaprufu og var stungin í hælinn, 9 daga gömul. Á 11. degi var ég vigtuð í bleyju og hef þynngst um 150 gr.

Kveðja
Sól Stefánsdóttir

Ps. mamma er bara hress og biður að heilsa ;)

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Já littlan er komin.



Hé er ein mynd til að byrja með!
53 cm og 4200 gr

Meira seinna.....

fimmtudagur, júlí 17, 2008

42 vikur + 5 dagar úff!!!


Já það er búið að segja að ég verði sett af stað á morgun, en það getur þýtt allt að 5 daga bið í viðbót.
Ég veit ekki hvar þetta endar eiginlega, fyrr meiga nú aldeilis vera þægindin í maganum mínum! Uss meira rugglið.
Þetta er orðin meiri endaleisan en ég hef það alveg ótrúlega gott þrátt fyrir allt, sammt. ;)

Þetta var heads up.

Kveðja
Erna

laugardagur, júlí 12, 2008

42 vikur, vil fara að fá hana út!



Jæja, nú er þetta að verða ágætt!!!!

Er orðin ansi þreytt, eins og sést greinilega enda búin að bíða leeengiiii.!!!
Var í sónar í gær og krílið mældist 4,5 kíló, vóóó!!
Svo var hjartað mælt með belti í hálftíma og allt eðlilegt þar.
Útvíkkun 1/2 cm sem er ekkert, hehe.
Svo á að mæta á mánudaginn aftur í þetta ferli og sjá hvað gera má.

Usssss, þetta er að verða búið, annars verð ég fyrsta konan sem eignast ekki barnið sem hún gengur með, eða að ég er fíll og veit ekki af því, humm. Sjáum til ;p